
Sagan af A-ha
A-ha The Movie
Norsk heimildarmynd um popphljómsveitina A-ha. Fylgst er með þremenningunum í A-ha á tónleikaferðalagi um leið og saga þeirra er rakin frá því þeir slógu kornungir í gegn með stórsmellinum Take On Me árið 1985. Þar með rættust allir þeirra draumar - eða hvað? Leikstjórar: Thomas Robsahm og Aslaug Holm.