
Rökkur
Íslensk hrollvekja frá 2017. Stuttu eftir sambandsslit fær Gunnar símhringingu frá fyrrverandi kærasta sínum, Einari, sem er í miklu uppnámi. Gunnar er hræddur um að Einar fari sér að voða og keyrir til hans upp í sveit, þar sem hann hefur hreiðrað um sig í afskekktum bústað. Fljótlega kemst Gunnar að því að vandamálið er stærra en hann hafði ímyndað sér. Leikstjórn: Erlingur Óttar Thoroddsen. Aðalhlutverk: Björn Stefánsson, Sigurður Þór Óskarsson, Aðalbjörg Þóra Árnadóttir og Guðmundur Ólafsson. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
