Rokk í Reykjavík
Heimildarmynd frá 1982 í leikstjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar. Myndin er talin einn af merkilegri vitnisburðum íslenskrar tónlistarmenningar í tali og tónum þar sem nokkrar af helstu hljómsveitum pönktímabilsins eru kynntar. Meðal hljómsveita sem koma fram eru: Egó, Fræbblarnir, Q4U o.fl. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.