Valur Rúnarsson tekur þátt í Rímnaflæði ár fyrir félagsmiðstöðina Kúluna í Kópavogi og er þetta í annað sinn sem hann tekur þátt ?Ég er nú bara frekar peppaður fyrir þessum föstudegi" segir hann. Það sé allt annar fílingur í lagi hans í ár sem kallast Auðmjúkur ?Textinn á rappinu er um alls konar dæmi en ég er tala um hvernig flestir krakkar eru eins í dag, og soldið feik" Valur bætir því við að fólk eigi ekki að taka textanum of alvarlega, hann rappi til dæmis um það hversu ríkur hann sé, en hann sé ekki einu sinni í vinnu.