
Píanóið
The Piano
Óskarsverðlaunamynd frá árinu 1993. Myndin gerist um miðja 19. öld og segir frá mállausri, skoskri konu sem ferðast til Nýja-Sjálands ásamt dóttur sinni til að ganga í ráðstafað hjónaband. Henni til mikillar mæðu selur eiginmaðurinn píanóið hennar manni sem ágirnist hana. Sá gefur henni tækifæri til þess að eignast hljóðfærið aftur gegn því að hún veiti honum píanókennslu, en kennslustundirnar verða sífellt tilfinningaþrungnari. Leikstjóri: Jane Campion. Aðalhlutverk: Holly Hunter, Harvey Keitel, Sam Neill og Anna Paquin. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.