
Páll Óskar fimmtíu ára
Upptaka frá fimmtíu ára afmælistónleikum Páls Óskars sem haldnir voru í Háskólabíói í mars 2022. Á tónleikunum stígur Páll Óskar á svið ásamt 17 manna hljómsveit og flytur uppáhaldslög sín af löngum ferli. Hljómsveitarstjóri er Ingvar Alfreðsson sem einnig útsetur öll lögin fyrir þetta sérstaka tilefni. Stjórn upptöku: Helgi Jóhannesson.