
Pabbi að óvörum
Pappa utan att veta
Sænskur heimildarþáttur um ungt par sem stígur sín fyrstu skref í foreldrahlutverkinu. Kit var ungur og einhleypur þegar hann fékk skyndilega þær fréttir að hann yrði brátt pabbi. Í þættinum fylgjumst við með Kit og Filippu fyrsta árið í lífi barnsins og sjáum hvaða áskoranir geta fylgt því að eignast barn saman þegar fólk þekkist ekki vel.