Óvæntar aðstæður
Lykkelige omstændigheder
Dönsk gamanmynd frá 2022. Systurnar Katrine og Karoline eru eins ólíkar og hugsast getur. Karoline býr með atvinnulausum kærasta og nær ekki endum saman á meðan Katrine á allt sem hana dreymir um – nema barn. Þegar Karoline verður óvart ólétt fær Katrine þá hugmynd að greiða upp skuldir systur sinnar í skiptum fyrir ófætt barn hennar. Í fyrstu þykir systrunum þetta frábært fyrirkomulag en ekkert fer eins og áætlað var. Leikstjóri: Anders W. Berthelsen. Aðalhlutverk: Sofie Torp, Roberta Hilarius Reichhardt, Esben Smed og Martin Høgsted.