
Orlando
Kvikmynd frá 1992 í leikstjórn Sally Potter byggð á samnefndri skáldsögu eftir Virginiu Woolf. Orlando er ungur aðalsmaður sem fær stórt landsvæði og rausnarlega peningagjöf frá Elísabetu I Englandsdrottningu með því skilyrði að hann eldist ekki. Hann verður við því og lifir í nokkrar aldir. Í gegnum ævina ferðast hann milli kynja og kyngervis sem hefur mikil áhrif á alla hans tilveru. Aðalhlutverk: Tilda Swinton, Billy Zane og Quentin Crisp. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.