
Óráð
Íslensk hrollvekja frá 2023. Ingi er ungur fjölskyldufaðir sem reynir að koma undir sig fótunum eftir að hafa valdið hræðilegu slysi. Hann finnur leigjanda látinn í Airbnb íbúð sinni og þegar hann reynir að púsla fortíð hans saman hefst dularfull atburðarás. Leikstjóri: Arró Stefánsson. Aðalhlutverk: Hjörtur Jóhann Jónsson, Heiðdís Chadwick Hlynsdóttir og Steinþór Hróar Steinþórsson. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.