Nokkur augnablik um nótt

Frumsýnt

31. mars 2024

Aðgengilegt til

29. júní 2024
Nokkur augnablik um nótt

Nokkur augnablik um nótt

íslensk sjónvarpsmynd í leikstjórn Ólafs Egils Egilssonar. Á fullkomnu sumarkvöldi í fullkomnum sumarbústað kynnir Björk nýja kærastann fyrir Ragnhildi, stóru systur sinni, og manninum hennar. Þær systur hafa farið ólíkar leiðir í lífinu; Ragnhildur er með allt á hreinu, stefnir óðfluga inn á þing og er gift fótboltakappanum, fagfjárfestinum og ættarprinsinum Magnúsi. Aftur á móti er Björk söngkona í hljómsveit sem er alveg við það slá í gegn og nýi kærastinn, Óskar, býr í bílskúr foreldra sinna á meðan hann safnar fyrir útborgun í íbúð. Það stefnir allt í afslappaða og fullkomna kvöldstund en stundum þarf ekki nema nokkur augnablik og allt breytist. Myndin er byggð á samnefndu leikriti eftir Adolf Smára Unnarsson sem var sýnt í Þjóðleikhúsinu 2022. Aðalhlutverk: Björn Thors, Ebba Katrín Finnsdóttir, Hilmar Guðjónsson og Vigdís Hrefna Pálsdóttir.

,