
Njála á hundavaði
Upptaka af leiksýningunni Njála á hundavaði sem sýnd var í Borgarleikhúsinu. Tvíeykið Hundur í óskilum ræðst á einn af hornsteinum íslenskrar menningar, sjálfa Njálu. Í þessari drepfyndnu sýningu hlaupa þeir Hjörleifur Hjartarson og Eiríkur Stephensen meira en hæð sína í öllum herklæðum í gegnum skrautlegt persónugallerí Njálu. Við sögu koma taðskegglingar, hornkerlingar, kinnhestar, kartneglur og þjófsaugu svo fátt eitt sé nefnt. Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.