
Mugison og Cauda Collective - Haglél í 10 ár
Upptaka frá tónleikum Mugisons og tónlistarhópsins Cauda Collective í tilefni af tíu ára útgáfuafmæli plötunnar Haglél. Hópurinn flytur lögin á plötunni í nýjum útsetningum fyrir klassísk hljóðfæri unnar af hljóðfæraleikurum Cauda Collective og Mugison sjálfum. Flytjendur: Sigrún Harðardóttir fiðluleikari, Þóra Margrét Sveinsdóttir víóluleikari, Þórdís Gerður Jónsdóttir sellóleikari, Borgar Magnason bassaleikari, Grímur Helgason klarínettuleikari og Matthías Hemstock slagverksleikari ásamt Mugison. Dagskrárgerð og umsjón: Snærós Sindradóttir og Þór Freysson.