
Maður fyrir borð
Overboard
Rómantísk gamanmynd frá 2018. Kate Sullivan er einstæð móðir sem berst í bökkum við að ná endum saman. Hún starfar við þrif á snekkju hrokafulla milljónamæringsins Leonardos Monenegro. Þegar Leonardo skolar minnislaus á land eftir að hafa fallið frá borði nýtir Kate tækifærið til að kenna honum lexíu og sannfærir hann um að þau séu hjón. Aðalhlutverk: Anna Faris, Eugenio Derbez og Eva Longoria.