
Lokaklipp!
Coupez!
Frönsk grínhrollvekja frá 2022 um hóp kvikmyndagerðarfólks sem er við tökur á uppvakningamynd. Þegar alvöru uppvakningar mæta á svæðið komast þau í hann krappan. Myndin er endurgerð japönsku kvikmyndarinnar Kamera o tomeru na! Leikstjóri: Michel Hazanavicius. Aðalhlutverk: Romain Duris, Bérénice Bejo og Grégory Gadebois. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
