
Litla land
Petit pays
Frönsk kvikmynd frá 2020 byggð á samnefndri skáldsögu eftir Gaël Faye. Gabríel er tíu ára og lifir hamingjusömu og áhyggjulausu lífi í Afríkuríkinu Búrúndí. En þegar þjóðarmorð er framið í nágrannaríkinu Rúanda og borgarastyrjöld hefst í heimalandinu breytist líf hans á augabragði. Leikstjóri: Eric Barbier. Aðalhlutverk: Djibril Vancoppenolle, Jean-Paul Rouve og Isabelle Kabano. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.