Lífshlaup Mo Farah
The Real Mo Farah
Bresk heimildarmynd frá 2022. Afreksíþróttamaðurinn Mo Farah segir átakanlega sögu sína. Níu ára gamall var hann fórnarlamb mansals og fluttur frá Sómalíu til Bretlands með ólögmætum hætti. Nú er hann orðinn margfaldur heims- og ólympíumeistari. Leikstjóri: Leo Burley.