
Lávarðar óreiðunnar
Lords of Chaos
Dramatísk hrollvekja frá 2018 byggð á sönnum atburðum. Hinn sautján ára gamli Euronymous er staðráðinn í að flýja friðsælan skandinavískan heimabæ sinn til að einbeita sér að því að búa til hinn sanna svartmálm með hljómsveitinni sinni Mayhem. Hljómsveitarmeðlimirnir eru sannfærðir um að þeir séu á barmi tónlistarbyltingar og drifkraftur hópsins verður sífellt myrkari. Kvikmyndin skartar tónlist hljómsveitarinnar Sigur Rósar. Aðalhlutverk: Rory Culkin, Emory Cohen og Jack Kilmer. Leikstjóri: Jonas Åkerlund. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.