Kastljós

Manneskja ársins

Bryndís Klara Birgisdóttir var kjörin manneskja ársins 2024 af hlustendum Rásar 2 í lok síðasta árs. Bryndís lést eftir fólskulega árás í miðborg Reykjavíkur á menningarnótt í fyrra. Þar bjargaði hún lífi vinkonu sinnar þegar hún togaði árásarmanninn frá henni en hlaut í kjölfarið stungusár. Fjölskylda hennar hefur lagt mikla áherslu á minningu hennar verði haldið á lofti og sérstakt átak þurfi til sporna gegn ofbeldi í samfélaginu. Í Kastljósi kvöldsins var rætt um Bryndísi, átakið sem fór í gang í kjölfar andláts hennar, og verkefnin framundan sem tengjast því, við þau Guðrúnu Ingu Sívertsen, skólastjóra Verzlunarskóla Íslands, Kristínu Sölku Auðunsdóttur æskuvinkonu Bryndísar og Guðna Harðarson, prest í Lindakirkju og fjölskylduvin til áratuga.

Frumsýnt

2. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson og Viktoría Hermannsdóttir.

,