
Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands (með táknmálstúlkun)
Hátíðlegir fjölskyldutónleikar þar sem sígildar jólaperlur hljóma í bland við klassísk jólaævintýri og grípandi hljómsveitartónlist sem kemur öllum í jólaskap. Ungir hljóðfæraleikarar, ballettdansarar og einleikarar ásamt stúlknakór Reykjavíkur, Páli Óskari, Jóhönnu Guðrúnu og Kolbrúnu Völkudóttur færa hlustendum jólalögin í sannkölluðum hátíðarbúningi.