
Jólatónleikar barna- og fullorðinskóra Grindavíkurkirkju
Jólatónleikar Grindavíkurkirkju fara nú fram í Bústaðakirkju vegna aðstæðna í Grindavík. Barna- og fullorðinskór kirkjunnar kemur þar fram ásamt fjölda tónlistarfólks til að flytja jólaplötuna Merry Christmas með Mariuh Carey í heild sinni og mun söngkonan Arney Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir bregða sér í hlutverk Mariuh Carey. Að auki verður opin söfnun á meðan á tónleikunum stendur þar sem landsmönnum gefst kostur á að sameinast í verki og styðja Grindvíkinga á erfiðum tímum. Organisti og kórstjóri: Kristján Hrannar Pálsson. Framleiðsla: RÚV og Grindavíkurkirkja.