
Íslendingar: Svava Jakobsdóttir
Heimildarþáttur frá 2012 um Svövu Jakobsdóttur, rithöfund. Svava Jakobsdóttir fjallaði um stöðu kvenna í verkum sínum, smásögum, skáldsögum og leikritum. Mörg þeirra eru táknmyndir í umgerð raunsæis, háðsádeilur og um leið óvægin greining á hlutverkaskiptingu kynjanna í árdaga nýrrar kvennahreyfingar. Umsjón og dagskrárgerð: Andrés Indriðason.