
Íslendingar: Bessi Bjarnason
Bessi Bjarnason var einkum þekktur fyrir hlutverk sín í gamanleikritum á nær hálfrar aldar leikferli. Hann lék á als oddi í leiksýningum fyrir börn, lék aðalhlutverk í söngleikjum en gat líka sýnt á sér aðrar hliðar í verkum af alvarlegum toga. Umsjón og dagskrárgerð: Andrés Indriðason.