Í 50 ár

Ísafjörður í 50 ár

Í þessum þætti flakka Guðrún Gunnars og Gísli Einars um Vestfirði og rifja upp sjónvarpsefni frá síðustu fimmtíu árum. Þau aka hina svakalegu Svalvogaleið og rifja upp þátt sem Ómar Ragnarsson gerði um þennan veg og ýtumanninn Elís Kjaran. Mick Jagger sést spóka sig á Ísafirði og við hittum manninn sem þekkti hann ekki í sjón! Hin geysivinsæla hljómsveit BG og Ingibjörg kemur við sögu en hún hét reyndar upphaflega BG og Árni. Við fylgjum Stundinni okkar til Suðureyrar. Við lítum við í Ingólfsfirði og á Hornbjargi og við flettum ofan af skíðagöngusvindli! Dagskrárgerð: Karl Sigtryggsson.

Frumsýnt

31. júlí 2016

Aðgengilegt til

19. des. 2024
Í 50 ár

Í 50 ár

Árið 2016 voru fimmtíu ár síðan Ríkisútvarpið hóf sjónvarpsútsendingar og á þessum fimmtíu árum hefur það sýnt ógrynni af efni allstaðar af landinu. Í 50 ár eru níu sjónvarpsþættir sem sendir voru út frá vel völdum stöðum á landinu sumarið 2016 þar sem rifjaðar voru upp sögur og svipmyndir af sjónvarpssögu viðkomandi landshluta. Umsjónarmenn: Gísli Einarsson og Guðrún Gunnarsdóttir. Dagskrárgerð: Karl Sigtryggsson.

Þættir

,