
Hvernig á að vera klassa drusla
Íslensk gamanmynd frá 2021 í leikstjórn Ólafar Birnu Torfadóttur. Vinkonurnar Karen og Tanja eru fullkomnar andstæður; Karen er lífsreynd sveitastelpa en Tanja fálát borgarsnót sem er nýhætt með kærastanum enn eina ferðina. Saman halda þær út á land þar sem þær hyggjast vinna á stóru sveitabýli yfir sumarið. Meðal leikenda eru Ásta Júlía Einarsdóttir, Ylfa Marín Haraldsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.