
Huldir hæfileikar
Hidden Figures
Sannsöguleg bandarísk kvikmynd frá 2016 um stærðfræðingana Katherine Johnson, Dorothy Vaughan og May Jackson sem störfuðu hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA. Þær voru konurnar á bak við tímamótageimferð Johns Glenn árið 1962, þegar hann varð fyrsti Bandaríkjamaðurinn sem fór á braut um Jörðu. Á sama tíma þurftu þær að kljást við fordóma og mótbyr vegna kyns og húðlitar. Myndin var tilnefnd til þrennra Óskarsverðlauna, meðal annars sem besta myndin. Leikstjóri: Theodore Melfi. Aðalhlutverk: Taraji P. Henson, Octavia Spencer og Janelle Monáe. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.