
HM kvenna 1971
Copa 71
Heimildarmynd um heimsmeistaramót kvenna í fótbolta sem haldið var í Mexíkó 1971 en hefur síðan legið í gleymsku. Í myndinni segja konur sem tóku þátt frá reynslu sinni og myndefni frá mótinu er dregið fram í fyrsta sinn í yfir 50 ár. Þegar mótið var haldið vildi Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, banna kvennafótbolta og þrátt fyrir að áhorfendamet hafi verið slegið á mótinu hefur það að mestu verið strokað út úr íþróttasögunni. Myndin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. Leikstjórn: Rachel Ramsay og James Erskine.