
Helgistund biskups Íslands
Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands flytur hugvekju í helgistund í Skálholtskirkju á jólanótt. Skálholtskórinn og barnakór syngja undir stjórn Jóns Bjarnasonar organista. Jóhann Stefánsson leikur á trompet. Ritningarlestrar jólanæturinnar og bænir lesa vígslubiskup í Skálholti, sóknarprestur, fulltrúar safnaðarins og ungmenni. Upptöku stjórnaði Helgi Jóhannesson.