Hátíðardagskrá á Austurvelli 19. júní 2015
Hátíðardagskrá á Austurvelli vegna afmælis 100 ára kosningaréttar kvenna árið 2015. Ávörp flytja frú Vigdís Finnbogadóttir, Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis og Fríða Rós Valdimarsdóttir formaður Kvenréttindafélags Íslands. Listaverk verður afhjúpað og Léttsveit Reykjavíkur frumflytur lag. Að auki syngja Barnakór Vatnsendaskóla og Kvennakórinn Katla.
Kynnir: Þórunn Lárusdóttir. Dagskrárgerð: Björn Emilsson.