
Guði sé lof
Grâce à Dieu
Frönsk kvikmynd frá 2018 í leikstjórn Francois Ozon. Kvikmyndin segir átakanlega sögu þriggja karlmanna. Kaþólskur prestur braut kynferðislega gegn þeim þegar þeir voru börn og þeir sameinast nú um að leita réttar síns, skila skömminni og afhjúpa skipulagða þöggun kaþólsku kirkjunnar. Kvikmyndin er byggð á sönnum atburðum. Aðalhlutverk: Melvil Poupaud, Denis Ménochet og Swann Arlaud. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.