
Göngum saman - brjóstanna vegna
Íslensk heimildarmynd frá árinu 2012. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein hjá konum á Vesturlöndum og ein af hverjum tíu getur búist við því að greinast með þetta mein einhvern tíma á lífsleiðinni. Þótt miklar framfarir hafi orðið í meðhöndlun brjóstakrabbameins á undanförnum árum hafa læknavísindin enn ekki öðlast fullan skilning á orsökum þess og útbreiðslu til annarra líffæra.
Í myndinni segir frá samtökunum Göngum saman, sem stofnuð voru árið 2007 til þess að styðja íslenskt vísindafólk við grunnrannsóknir sem miðast að því að skilja betur uppruna og eðli brjóstakrabbameins.
Dagskrárgerð: Páll Kristinn Pálsson og Ólafur Sölvi Pálsson. Framleiðandi Epos ehf. fyrir Göngum saman.