Góði hirðirinn
Íslensk heimildarmynd um Þorbjörn Steingrímsson sem safnar bílhræjum á landi sínu við Ísafjarðardjúp, þar sem nú eru hátt í 600 bílhræ. Myndin veltir upp spurningum um manneskjuna, umhverfið og fagurfræði og sýnir afskekktan stað sem sumir sjá sem ævintýraland á meðan aðrir býsnast yfir draslinu. Leikstjóri: Helga Rakel Rafnsdóttir.