
Fyrirmyndarjól
Christmas by the Book
Rómantísk gamanmynd frá 2018 í leikstjórn Letiu Clouston. Sambandsráðgjafinn Joanna Moret þarf að sanna að hún sé sérfræðingur í ástarsamböndum í jólaveislu sem er jafnframt atvinnuviðtal. Það er aftur á móti einn hængur á: Joanna er einhleyp. Af ótta við að það minnki líkurnar á að hún fái draumastarfið bregður hún á það ráð að þykjast eiga kærasta. Aðalhluverk: Chelsea Kane, Drew Seeley og Chad Connell.