
Frú Regína
Íslensk stuttmynd frá 2018 um tvo bræður á unglingsaldri sem eru kallaðir á fund ömmu sinnar. Hún hefur áhyggjur af eldri systur þeirra sem er komin í óreglu og vill að drengirnir hjálpi henni að koma kærasta systur þeirra fyrir kattarnef. Leikstjóri: Garpur Ingason Elísabetarson. Leikendur: Kristbjörg Kjeld, Gunnar Hrafn Kristjánsson, Baldur Einarsson, Hilmar Guðjónsson, Birna Rún Eiríksdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Björn Stefánsson.