
Friðarstund um páska
Tónlistarveisla frá Fríkirkjunni í Reykjavík á páskadag þar sem Una Torfa kemur fram ásamt valinkunnu tónlistarfólki kirkjunnar. Prestur Fríkirkjunnar í Reykjavík fjallar um merkingu páskanna og fjölmenningar og fólk úr ýmsum trúarhefðum flytur þjóðinni páskakveðjur. Umsjón tónlistar: Gunnar Gunnarsson. Fram koma: Sönghópurinn við Tjörnina, hljómsveitin Mantra og landsþekktir einleikarar. Umsjón: Hjörtur Magni Jóhannsson og Eggert Gunnarsson.