
Frelsissveit Íslands í Flóa
Tónleikar frá 2021 í tilefni tíu ára afmælis Frelsissveitar Íslands þar sem frumflutt er verk eftir Hauk Gröndal í átta þáttum fyrir níu manna hljómsveit. Frelsissveit Íslands skipa þeir Haukur Gröndal, Óskar Guðjónsson, Samúel Jón Samúelsson, Kjartan Valdemarsson, Birgir Steinn Theodórsson, Magnús Trygvason Eliassen, Pétur Grétarsson og Sverrir Guðjónsson.