Fjölskyldujól
Den tid på året
Dönsk jólamynd frá 2018 í leikstjórn Papriku Steen. Jólin eru gengin í garð og það er komið að Katrine að halda hið árlega jólaboð fjölskyldunnar. Hún kvíðir kvöldinu vegna óuppgerðra mála sem leita yfirleitt á yfirborðið þegar fjölskyldan hittist. Aðalhlutverk: Paprika Steen, Jacob Lohmann og Mikas Maximus Dalhoff Christiansen.