Fjallakór á Miðfelli
Tvö af leiðarstefjum afmælisárs lýðveldisins eru göngur og söngur. Efnt var til samkeppni um nýtt kórlag við ljóð Þórarins Eldjárns, Ávarp fjallkonunnar 2015. Lag Atla Ingólfssonar bar sigur úr býtum. Fjallakórinn undir stjórn Láru Bryndísar Eggertsdóttur gekk á Miðfell í Þingvallasveit og flutti sigurlagið á toppi fjallsins ásamt þjóðsöngnum, en árið 2024 eru 150 ár frá frumflutningi hans.