
Faðir brúðarinnar
Father of the Bride
Bandarísk gamanmynd frá 1991 með Steve Martin og Diane Keaton í hlutverkum hjónanna George og Ninu Banks sem undirbúa brúðkaup elstu dóttur sinnar, Annie. George reynist erfitt að sleppa takinu og sætta sig við að litla stelpan hans sé orðin fullorðin. Leikstjóri: Charles Shyer.