
Eurovision - Europe Shine A Light
Evrópa, lát ljós þitt skína
Eurovision verður ekki með hefðbundnum hætti í ár en þjóðin fær engu að síður sína Eurovision-gleði. Bein útsending frá Hollandi þar sem kynnt verða lögin 41 sem valin voru til þátttöku í Eurovision í ár. Fulltrúar þjóðanna senda skemmtilegar myndbandskveðjur til áhorfenda og flytja saman þekkt Eurovision-lag á nýstárlegan hátt.