Eins og málverk eftir Eggert Pétursson
Íslensk heimildarmynd frá 2020 um listmálarann Eggert Pétursson og verk hans. Í myndinni lýsir Eggert sköpunarferlinu og málverkum sínum sem eru nátengd íslenskri náttúru. Auk þess njóta áhorfendur leiðsagnar Þóru Ellenar Þórhallsdóttur, grasafræðings, sem sameinar upplifun okkar á íslenskri náttúru og flórumengi blómamynda Eggerts. Leikstjóri: Gunnlaugur Þór Pálsson.