
Eftirsókn eftir vindi
Íslensk heimildarmynd um fimm íslenska fjallamenn sem lögðu í ævintýraleiðangur yfir óþekktar lendur Austur-Grænlands í apríl 2017. Markmiðið var að fara 12 til 13 hundruð kílómetra leið á skíðadrekum án utanaðkomandi aðstoðar, frá Scorebysundi suður til Ammassalik-svæðisins, um tvo fjallgarða og hájökul Grænlands. Leiðin hafði aldrei verið farin áður og björgunaraðgerðir yrðu flóknar ef illa færi. Framleiðandi: Sagafilm.