
Drengur
Boy
Nýsjálensk verðlaunamynd frá 2010. Boy er 11 ára drengur sem býr ásamt litla bróður sínum á sveitabýli ömmu sinnar árið 1984. Þegar faðir hans, sem er glæpamaður og hefur verið fjarverandi árum saman, birtist skyndilega í leit að fjársjóði sem hann gróf á landinu mörgum árum áður fá bræðurnir loksins tækifæri til að kynnast honum. Leikstjóri: Taika Waititi. Aðalhlutverk: James Rolleston, Te Aho Eketone-Whitu og Taika Waititi. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.