
Dagur mannréttinda barna - Fyrir börn sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín
Myndband frá Barnaheill um málefni barna á flótta. Rætt er við börn frá Úkraínu, Palestínu og Grindavík sem deila reynslu sinni af því að þurfa að flýja heimili sitt og festa rætur á nýjum stað. Myndbandið er framleitt í tilefni dags mannréttinda barna.