Dagny - Ef ég slaka á núna þá dey ég
Dagny - om jag sätter mig ner nu dör jag
Sænsk heimildamynd frá árinu 2019. Dagny Carlsson varð þjóðþekkt í Svíþjóð árið 2015, þá 103 ára bloggari. Nú er hún orðin 106 ára, vill nýta tímann sem hún á eftir vel og er tilbúin í ný ævintýri. Þegar finnski leikstjórinn Finn Power býður henni aðalhlutverk í bíómynd stekkur hún til. Hún fer á tökustað á Álandseyjum og við tekur óvænt atburðarás.