
Calmus Waves
Dans- og tónverk sem er samið í rauntíma af tónskáldum, dönsurum og hljóðfæraleikurum. Þátttakendur eru listamenn frá öllum Norðurlöndunum. Verkið skiptist í ólíka kafla sem allir lýsa mismunandi bylgjuhreyfingum, en bylgjurnar sem móta verkið eru ýmist hljóðbylgjur, dansspor eða hreyfingar. Verkið var frumflutt á Listahátíð í Reykjavík 2016 í samvinnu við Borgarleikhúsið. Danshöfundar: Kasper Ravnhøj og Védís Kjartansdóttir. Tónskáld: Kjartan Ólafsson. Dagskrárgerð: Brian FitzGibbon. Framleiðsla: ErkiTónlist.