
Brautryðjandinn Marie Curie
Radioactive
Ævisöguleg kvikmynd um pólska eðlis- og efnafræðinginn Marie Curie sem var brautryðjandi í rannsóknum á geislavirkni við upphaf 20. aldar og var fyrst kvenna til að hljóta Nóbelsverðlaun. Leikstjóri: Marjane Satrapi. Aðalhlutverk: Rosamund Pike og Sam Riley. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.