
Blindaður af ljósinu
Blinded by the Light
Bresk kvikmynd frá 2019 í leikstjórn Gurinder Chadha. Javed er breskur táningur af pakistönskum ættum, fæddur og uppalinn í Luton. Hann kynnist tónlist Bruce Springsteen árið 1987 og finnur svo sterka tengingu við lögin og textana að hann ákveður að heimsækja heimabæ Bruce í New Jersey í Bandaríkjunum, þvert á vilja foreldra sinna. Aðalhlutverk: Billy Barratt, Ronak Singh Chadha Berges og Viveik Kalra. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.