
Bergman-eyja
Bergman Island
Rómantísk dramamynd frá 2021 í leikstjórn Miu Hansen-Løve. Parið Chris og Tony ferðast til Bergman-eyju, sem kennd er við sænska kvikmyndagerðarmanninn Ingmar Bergman, og freista þess að skrifa kvikmyndahandrit. Fljótlega fara mörkin á milli veruleika og skáldskapar að verða óskýr. Aðalhlutverk: Vicky Krieps, Tim Roth og Mia Wasikowska. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.