
Bændurnir
Chlopi
Pólsk kvikmynd frá 2023 byggð á samnefndri skáldsögu eftir Władysław Reymont sem hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Jagna er ung sveitastúlka á 19. öld sem er staðráðin í að fara sínar eigin leiðir í samfélagi sem nærist á gróusögum og deilum. Hver rammi í myndinni er handmálaður með olíumálningu og er hún samstarfsverk yfir 100 myndlistarmanna. Leikstjórn: DK Welchman og Hugh Welchman. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.